Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Þó Ísland segist ætla að vernda hafið, vantar enn siðferðilega sýn þegar kemur að velferð sjávardýra. Við hljótum að spyrja okkur: Hvernig getum við virkilega staðið vörð um lífríki hafsins ef við minnumst ekki einu orði á hvalveiðar á alþjóðlegri ráðstefnu um hafið? Það er kominn tími til að við breytum orðræðunni og sýnum sjávarlífi þá virðingu sem það á skilið, bæði í stefnumótun og daglegu tali.
Björgun hvala og orðræðan sem skiptir máli
Þótt við höfum sýnt samstöðu og samhug í björgun grindhvala við Ólafsfjörð, verðum við líka að huga að því hvernig við tölum um sjávarlíf. Þegar hnúfubakur sem lenti í árekstri við Norrænu var kallaður „vesen“ í fjölmiðlum, speglaðist þar hugsunarháttur sem getur dregið úr virðingu fyrir dýralífi. Þetta er ekki aðeins um eitt tilvik, heldur hluti af stærra samtali um samskipti okkar við hafið og þau sem þar búa.
Ákæra á hendur Anahitu og Elissu staðfest 5. júní
Á morgun verður ákæra þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Anahitu Babaei og Elissu Bijou vegna þess að þær hlekkjuðu sig við tunnur hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 og neituðu að yfirgefa vettvang í mótmælaskyni þar til lögregla kom á staðinn. Lögmenn kvennanna telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu.
Umsögn vegna skýrslu starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða
Við hjá Hvalavinum sendum inn umsögn vegna skýrslu starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða ásamt Landvernd, Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Sustainable Ocean Alliance á Íslandi og Ungum umhverfissinnum.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér.
Frumsýning Ocean kvikmyndarinnar
Sérstök frumsýning Ocean með David Attenborough á vegum Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök, Iceland wildlife fund, Hvalavina og NASF var haldin 9. maí að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Toby Nowlan.
Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt
Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust.
Engin veiði á langreyði í ár
Við fögnum innilega að ekki verði af hvalveiðum Hvals hf. í ár!
Það eru engar forsendur fyrir því að veiða hval og við vonum innilega að hrefnuveiðimenn á Ísafirði sem hyggjast veiða í sumar átti sig á því og láti ekki plata sig út í að veiða hrefnur sem enda í frystigeymslu Hvals hf. eins og kjötið frá 2023.
Umsögn til starfshóps um hvalveiðar
Við hjá Hvalavinum sendum inn umsögn til starfshóps, í febrúar síðastliðnum, ásamt Landvernd, Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Sustainable Ocean Alliance á Íslandi og Ungum umhverfissinnum.
Við höfum kynnt okkur málið og þökkum starfshópnum fyrir tækifærið til að koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri, sem við vonum að tekið verði tillit til við stefnumótunarvinnu í framhaldi.