Frumsýning Ocean kvikmyndarinnar
Heimildamyndin ‘Hafið með David Attenborough’ var frumsýnd á Íslandi þann 9. maí, á vegum Hvalavina, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök, Iceland wildlife fund, og NASF. Leikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar, Toby Nowlan, var á svæðinu og ávarpaði gesti í sérstakri móttöku áður en sýningin hófst. Salurinn var smekkfullur og þessi kvikmynd gríðarlega mikilvæg á þessum tímapunkti samfélagins.
“Eftir nærri því aldarlanga ævi á þessari plánetu hef ég komist að því að mikilvægasti staður jarðarinnar er eki á landi, heldur í hafinu.” segir Attenborough.
Frumsýning Ocean á Íslandi
Toby Nowlan, leikstjóri kvikmyndarinnar, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fóru með orð fyrir og eftir sýningu.