Stöðvum hvalveiðar á Íslandi
Photo from Kogia by Karim Iliya
Við berjumst fyrir banni við hvalveiðum á Íslandi, friðun hvala í lögsögu Íslands og vernd hafsins með fókus á N-Atlantshaf
Hvalavinir (nf)
IWhale Friends (English)
/ˈkʰvaːlaˌvɪnɪr/
Þýðing: Vinir hvalanna – fólk sem elskar, verndar og berst fyrir velferð hvala
Staðreyndir um hvali á Íslandi
Hvalir eru mikilvægir
Hvalir stuðla að flutningi næringarefna, styðja vistkerfi og geta verið bandamenn okkar í baráttunni við loftslagsbreytingar.
ómannúðlegar veiðar
Hvalir eru skyni gæddar verur með mjög þróað taugakerfi og geta fundið til og geta þjáðst. Fjöldi hvala hefur þurft að þola langvarandi dauðastríð á Íslandi.
hvalkjöt og ferðamenn
Hvalkjöt fer mest í útflutning eða er keypt af ferðamönnum sem halda að það sé „ekta íslenskt“. Langflestir Íslendingar borða ekki hvalkjöt.
Vertu hvalavinur
Hvalavinir hafa síðan 2023 leitt baráttuna gegn hvalveiðum á Íslandi. Við höfum haldið fjölda mótmæla, viðburða, málþinga og fengið listafólk og áhrifafólk til liðs við okkar herferðir.
Viltu styrkja okkur og okkar málefni?
Þjóðin er á móti hvalveiðum
Samkvæmt könnun Maskínu árið 2023 er ríflega helmingur (51%) íslensku þjóðarinnar á móti hvalveiðum. 29% eru fylgjandi og 20% eru án skoðunnar.
Við (og hvalirnir) þurfum á þér að halda
vertu
sjálfboðaliði
Taktu þátt með okkur, hvort sem það er viðburðahald, samfélagsmiðlar eða þýðingar
Skrifaðu til stjórnvalda
Við höfum búið til tilbúin bréf sem þú getur sent til ráðherra og alþingismanna
Deildu málstaðnum
Ef þú ert virk/ur/t á samfélagsmiðlum, þá geturðu sótt tilbúið efni til að deila
VÆNTANLEGT
Skráðu þig á póstlistann
Fáðu fréttir af Hvalavinum beint í pósthólfið þitt