top of page
Search

Hvalir meira virði lifandi en dauðir

Hvalveiðar minnka getu sjávar til kolefnisbindingar-Matvælaráðuneytið 22.júní 2023

Skíðishvalir, þ.m.t. langreyðar, éta lítið af fiskstofnum og eru áhrif þeirra á íslenskan sjávarútveg því óveruleg. Hvalir hafa einnig mótandi áhrif á náttúrulegt umhverfi sitt, styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði og frjósemi vistkerfa í hafi.

Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu „Hvalir í vistkerfi sjávar“ sem unnin er af Dr. Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrslan er unnin að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og er ætlað að gefa skýrari mynd af vægi hvala í vistkerfum sjávar við Ísland.

Skýrslan gerir grein fyrir áhrifum hvala á hringrásir innan vistkerfa, s.s. í tengslum við næringarefnaflutning og kolefnisbindingu. Rýnt er í þær aðferðir sem beitt hefur verið við greiningu á áhrifum hvala í vistkerfum og áreiðanleika slíkra mælinga. Auk eru skoðaðir þeir helstu álagsþættir sem ógna tilvist hvala víðsvegar um heiminn með sérstöku tilliti til þess álags sem loftslagshlýnun og aðrar athafnir mannsins hafa og munu hafa á hvali.

Einnig kemur fram í skýrslunni að stjórnun á stærð fiskistofna með hvalveiðum hefur lítinn sem engan vísindalegan rökstuðning, ábyrg fiskveiðistjórnun þar sem notast er við vistkerfanálgun sé mun líklegri til árangurs.

Skýrslan mun nýtast við þá vinnu sem framundan er á vegum matvælaráðuneytisins þar sem leitað verður álits sérfræðinga og leyfishafa við mat á stöðu hvalveiða og gildi hvala í vistkerfi hafsins. Skýrsluna má nálgast hér.


5 views0 comments

Comentarios


bottom of page